Skúli Jón Pálmason 2018-02-05T12:05:08+00:00

Skúli Jón Pálmason

Skúli Jón Pálmason, hrl. hefur starfað sem lögmaður og dómari í u.þ.b. 45 ár og hefur með störfum sínum aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar í lögfræði. Hann rak eigin lögmannsstofu í áratugi og var m.a. lögmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Árið 1993 gerðist Skúli héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og starfaði sem dómari fram til hausts 2005 þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Skúli er ekki í fullu starfi á stofunni en mun flytja mál hennar fyrir Hæstarétti og veita ráðgjöf eins og tilefni gefst til.