Magnús Pálmi Skúlason
Lögfræðingur / Landsréttarlögmaður
Magnús Pálmi Skúlason, lrl., hefur starfað sem lögfræðingur og lögmaður til fjölda ára. Hann útskrifaðist árið 2001 frá lagadeild Háskóla Íslands og hóf feril sinn hjá Sýslumanninum í Reykjavík og vann þar í tæpt ár í fullnustudeild. Síðan lá leiðin til Lögmanna Skólavörðustíg 12 sf. þar sem hann sinnti ýmsum málflutningsstörfum, innheimtu og ráðgjöf fyrir viðskiptavini stofunnar, þ.m.t. Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Segja má að þar hafi áhugi Magnúsar á banka- og fjármunarétti kviknað, en það leiddi til þess að hann flutti sig til Kaupþings banka hf. Magnús hóf störf í innheimtudeild Kaupþings, en varð síðan lögfræðingur markaðsviðskipta bankans (Capital Markets). Auk þess að hafa umsjón með markaðsviðskiptum Kaupþings sinnti Magnús störfum fyrir flestar deildir bankans og sá um málflutning fyrir hann. Í störfum sínum fyrir Kaupþing rak Magnús stærsta gjaldþrotamál í sögu bankans.